Fréttir
Skólaţing


í þessari viku fara allir hóparnir í Þjóðfélagsfræði í 10. bekk á Skólaþing. Á Skólaþingi fara nemendur í hlutverkaleik og fylgja í stórum dráttum reglum um starfshætti Alþingis. Nemendurnir fá tækifæri til að setja sig í spor þingmanna með því að starfa í tilbúnum stjórnmálaflokkum, flytja frumvörp og ræða þau á nefndarfundum og þingflokksfundum. Í þingsalnum komast nemendur að lýðræðislegri niðurstöðu með því að hlusta á og meta rök og álit annarra, tjá eigin skoðun og taka afstöðu. 

Skemmtilegt og lærdómsríkt uppbrot frá hefðbundnu skólastarfi.9.2.2016 LH Almennar fréttir Lesa


Opin hús í framhaldsskólum á vorönn 2016


Þessir skólar hafa sent okkur tilkyningu um opin hús fyrir 10.bekkinga og foreldra þeirra.

4.2.2016 GSM Almennar fréttir Lesa


Félagsvist og síđustu dagarnir fyrir jólafrí


Í síðustu viku spiluðu allir nemendur skólans saman félgsvist, setið var í öllum stofum á B og C gangi sem og á göngum skólans. Spilamennskan gekk vel og nemendur til fyrirmyndar þennan dag.

Fimmtudaginn 17. des. er mæting kl. 8:50 í umsjónarstofur, lagt verður af stað kl. 9:05 í Laugarásbíó, miðinn kostar 1000 kr. og nemendur greiða við innganginn. Skólanum er síðan lokið að lokinni bíósýningu.

Föstudaginn 18. des. er mæting kl. 9:30 í umsjónarstofur og tónleikar á sal til 10:30. Þá er farið í umsjónarstofur og bekkjarskemmtun er til kl. 11:10. Klukkan 11.10 hefst matur og að honum loknum jólafrí.

Með von um ljúfa síðustu daga fyrir jól.

Skólinn hefst síðan aftur samkvæmt stundaskrá þann 5. janúar 2016.


14.12.2015 LH Almennar fréttir, Almennar fréttir - Fréttir 2015 Lesa


Frú Ragnheiđi rétt hjálparhönd


Sú hefð hefur skapast í Réttarholtsskóla að halda upp á afmæli skólans, þann sjöunda nóvember, með því að efna til fjáröflunarátaks til styrktar stofnun eða samtökum sem sinna hópum sem að af einhverjum ásæðum þurfa á aðstoð samborgara sinna að halda. Í ár var verkefnið ,,Frú Ragnheiður" stutt af nemendum.  

Nemendur fengu fræðslu um verkefnið, útbjuggu bókarmerki sem þeir síðan seldu og ágóðinn rann óskiptur í verkefnið.  Frú Ragnheiður er skaðaminnkunarbíll á vegum Rauða krossins sem hefur þann tilgang að ná til jaðarhópa samfélagsins og bjóða þeim heilsuvernd á þeirra forsendum og í þeirra nærumhverfi.

Í ár söfnuðust rúmar 600.000 krónur sem voru afhentar fulltrúum Rauða krossins í morgun og þökkuðu þeir fyrir sig enda frábært framtak nemenda.9.12.2015 GAM Almennar fréttir, Almennar fréttir - Fréttir 2015 Lesa


Röskun verđur á starfi grunnskóla í dag ţriđjudag vegna veđurs


Röskun verður á starfi grunnskóla vegna veðurs í dag þriðjudag

 

Vegna veðurs má búast við að starf grunnskóla á höfuðborgarsvæðinu muni raskast í dag þriðjudag. Skólar eru opnir en foreldrar eru beðnir að fylgja yngri börnum í skóla og yfirgefa þau ekki fyrr en þau eru í öruggum höndum starfsfólks.

 

Gera má ráð fyrir töfum á umferð, það getur því tekið lengri tíma að komast í skólann.

 

Nánari upplýsingar eru á shs.is og á Facebook-síðu Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins og lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.

 

 

  

An important announcement from The Capital District Fire Department:

 

Primary school services will be disrupted due to weather today Tuesday

 

Due to weather, one can expect a disruption in primary school services in the Reykjavík area today. Schools are open but parents are asked to accompany young children to their schools and not to leave them until they have been safely received by school staff.

 

Because of the weather the traffic might be slower, so it could take more time to get to school than usually.

 

Further information on www.shs.is and on Facebook (Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins and lögreglan á höfuðborgarsvæðinu.)

 8.12.2015 LH Almennar fréttir, Almennar fréttir - Fréttir 2015 Lesa


Skólahald í dag


Skólahald í Réttarholtsskóla er með hefðbundnum hætti í dag og lýkur samkvæmt stundaskrá í flestum tilfellum, sundtími sem á að hefjast kl. 14:45 fellur þó niður.
Þá halda nemendur heim á leið, en ef foreldrar óska þess þá geta nemendur beðið hér í einhverja stund. 
7.12.2015 GSM Almennar fréttir Lesa


Jólaskreytingadagur og happdrćttiđ


Margir nemendur Réttarholtsskóla létu slæma veðurspá dagsins ekki stoppa sig í að gera jólaskreytingar sem munu prýða glugga skólans. í ár var þemað íslensku jólasveinarnir og listaverkin hvert öðru glæsilegra, sjón er sögu ríkari.

Í dag drógum við einnig út vinningshafa í tengslum við Réttó réttir hjálparhönd og sölu á bókamerkjum til styrktar Frú Ragnheiði, skaðaminnkunarbílnum. Í ár söfnuðust 610.500 kr. 

Vinningsnúmerin má sjá hér að neðan og bókavinninga má vitja á skrifstofu skólans.

Þýska húsið - Arnaldur Indriðason nr. 1200

Sögumaður - Bragi Ólafsson nr. 1184

Stóri skjálfti - Auður Jónsdóttir nr. 1591

Sogið - Yrsa Sigurðardóttir nr. 1594

Spámennirnir í Botnleysufirði - Kim Leine, í þýðingu Jóns Halls Stefánssonar nr. 595

Við óskum vinningshöfum til hamingju.


1.12.2015 LH Almennar fréttir, Almennar fréttir - Fréttir 2015 Lesa


VEĐUR GĆTI RASKAĐ SKÓLASTARFI


Veðurspáin fyrir höfuðborgarsvæðið á morgun, þriðjudaginn 1. desember, bendir til þess að börn gætu átt erfitt með að komast til skóla og að röskun gæti orðið á starfi grunnskólanna. Foreldrar eru því beðnir að fylgjast vel með veðurspám og tilkynningum í fjölmiðlum. Nánari upplýsingar um tilmæli um viðbrögð foreldra og forráðamanna er að finna neðarlega til hægri á heimasíðu SHS undir fyrirsögninni ,,Röskun á skólastarfi", eða með því að smella hér: http://shs.is/fyrirtaeki-og-stofnanir/almannavarnir/roeskun-a-skolastarfi.html

Veðurstofan spáir vaxandi austanátt í nótt og 15-23 metrum á sekúndu um hádegi. Hvassast verður við SV-ströndina og skafrenningur í fyrramálið, en síðan snjókoma. Búist er við mikilli snjókomu og skafrenningi á höfðuborgarsvæðinu á morgun og frosti víða á bilinu 1 til 8 stig.1.12.2015 GSM Almennar fréttir Lesa


Gjöf


 Skólanum barst einkar höfðingleg gjöf frá foreldrafélaginu áðan.  Við fengum margskonar ljós og kastara og kröftuga reykvél.  Það er ómetanlegt að fá svona stuðning frá foreldrum skólans og kunnu við þeim bestu þakkir fyrir.

18.11.2015 GSM Almennar fréttir Lesa


Réttó réttir hjálparhönd


Nemendur styðja ,,Frú Ragnheiði" - skaðaminnkunnar bílinn

Sú hefð hefur skapast í Réttarholtsskóla að halda upp á afmæli skólans, þann sjöunda nóvember, með því að efna til fjáröflunarátaks til styrktar stofnun eða samtökum sem sinna hópum sem að af einhverjum ásæðum þurfa á aðstoð samborgara sinna að halda.


10.11.2015 GSM Almennar fréttir LesaSkráđar fréttir: 407 - Síđa: 1 af 41

Réttarholtsskóli | Réttarholtssvegi 108 Reykjavík | Sími 5532720 | Netfang: rettarholtsskoli[at]reykjavik.is
Vefur Réttarholtsskóla byggir á D10 Vefbúnađi. Íslenskt hugvit fyrir íslenska skóla.